Hans Lindberg
Hans Lindberg
Aftur hefur sigið á fjárhagslegu ógæfuhliðina hjá þýska handknattleiksliðinu HSV Hamburg. Félagið skuldar nú orðið út um allar þorpagrundir auk þess sem stór hluti liðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir október.

Aftur hefur sigið á fjárhagslegu ógæfuhliðina hjá þýska handknattleiksliðinu HSV Hamburg. Félagið skuldar nú orðið út um allar þorpagrundir auk þess sem stór hluti liðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir október. HSV Hamburg fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu vorið og sumarið 2014 eftir að því var hafnað um keppnisleyfi í þýsku 1. deildinni leiktíðina 2014/12015. Eftir að hafa farið í gegnum endurskipulagningu, sem fól m.a. í sér mikinn niðurskurð á launum leikmanna og fækkun í leikmannahópnum, fékk félagið keppnisleyfið á nýjan leik eftir að hafa unnið dómsmál gegn þýska handknattleikssambandinu.

Ef marka má fréttir í Þýskalandi skuldar liðið félagsliði í Danmörku og Handknattleikssambandi Evrópu talsverðar upphæðir. Einnig eiga leikmenn inni laun, m.a. Hans Lindberg. iben@mbl.is