Sú breyting hefur orðið að hælisleitendur sjá Ísland sem endastöð.

Sú breyting hefur orðið að hælisleitendur sjá Ísland sem endastöð.

Þetta segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og bendir á að fyrr á öldinni hafi nær allir hælisleitendur verið á leið vestur um haf, annaðhvort til Kanada eða Bandaríkjanna.

„Það hefur orðið heilmikil breyting á þessu. Mun stærri hópur er nú með Ísland sem ákvörðunarstað. Við heyrum það í samtölum við fólk og merkjum greinilega breytingu.“

Fara þangað sem álag er minna

Hún segir að nú komi 200 flóttamenn til Svíþjóðar á dag. „Þannig að álagið á kerfin annars staðar á Norðurlöndum er orðið mikið. Það er ekkert ólíklegt að fólk haldi áfram þangað þar sem það telur að það fái meðferð sinna mála og þar sem álagið er hugsanlega ekki eins mikið.“

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir kominn tíma til að móta heildarstefnu í málefnum útlendinga til lengri tíma, einkum í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu.

Mjög mikilvægt sé að hælisleitendur og flóttafólk fái íslenskukennslu. baldura@mbl.is 6 og 14