Lestirnir Lesendur minnast þess örugglega margir með hlýhug að hafa í barnæsku vaknað spenntir alla morgna í desember fram að jólum, og opnað glugga á jóladagatalinu.

Lestirnir Lesendur minnast þess örugglega margir með hlýhug að hafa í barnæsku vaknað spenntir alla morgna í desember fram að jólum, og opnað glugga á jóladagatalinu. Ljúffengur súkkulaðibitinn var góð leið til að byrja daginn og erfitt fyrir suma að standast freistinguna að stelast í glugga næsta dags.

En jóladagatöl eru ekki bara fyrir ung börn. Fullorðna fólkið má alveg taka þátt í hefðinni líka. Fyrirtækið Drinks by the Dram hefur látið útbúa sniðugt viskí-jóladagatal með 24 litlum sýnishornum af fyrsta flokks viskíi. Eru um 30 ml í hverri flösku og spannar allt frá einföldustu drykkjum yfir í sopa af 50 ára gömlu single malt sem myndi kosta marga tugi þúsunda króna flaskan.

Þeir sem ekki vilja viskí geta valið sér dagatal með vodka, tekíla eða gini og jafnvel koníaki. Vestanhafs kostar viskí-dagatalið 190 dali hjá netversluninni Mastersofmalt.com. Væntanlega er settið orðið mun dýrara eftir að íslenskum áfengisgjöldum og flutningskostnaði hefur verið bætt við. Svo er vissara að opna dagtalið á kvöldin frekar en á morgnana, ella hætta á að breytast í algjöran jólasvein. ai@mbl.is