Lagalistinn „Lögin sem leikin eru botnlaust í útvarpi og verslunum og á almannafæri á aðventunni líða nánast öll fyrir það að heyrast of oft,“ segir Valdimar Örn Flygenring.
Lagalistinn „Lögin sem leikin eru botnlaust í útvarpi og verslunum og á almannafæri á aðventunni líða nánast öll fyrir það að heyrast of oft,“ segir Valdimar Örn Flygenring. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kona jólasveinsins á alltaf stað í hjarta mínu.

Jólin breytast náttúrlega þegar maður eldist og krakkarnir hverfa frá manni, en vissulega er þessi hátíðarstemning alltaf heillandi. Annars eru jólin auðvitað fyrst og fremst hátíð hinnar nýju sólar og því ber að fagna, enda er ég í raun náttúrutrúar.

Mín elsta minning frá jólunum er um mjög bergmönsk jól sem haldin voru hjá ömmu og afa á Miklubrautinni. Spenningurinn yfir pökkunum og silfurskeiðar á stærð við Þingvallavatn til að borða súpuna með. Hugurinn leitar oft þangað.“

Lög bernskujólanna?

„Bing Crosby er alltaf bestur, helst beint af SABA-græjunum á æskuheimilinu. Pabbi var mikill aðdáandi Crosby og ekki minnkaði það þegar hann hitti átrúnaðargoðið í Íslandsheimsókn á sjöunda áratugnum. Kona jólasveinsins frá þessum tíma, Svanhildur Jakobsdóttir, á líka alltaf stað í hjarta mínu.“

Hýra jólatréð

Kemur rétta tónlistin þér í jólaskap?

„Tja, jólalög geta vakið góða stemningu – en svo verða þau fljótlega fullkomlega óþolandi. Svo heyrir maður þau aftur að ári, og þá er það svona eins og að hitta gamlan og misskemmtilegan vin.“

Lag sem fellur að þínum smekk?

„White Christmas með Crosby er náttúrlega jólalagið, það er sígilt. En svo koma nú alltaf einhver skemmtileg lög á hverju ári. Hýra jólatréð með Bogomil Font var skemmtilega súrt, og út fyrir rammann er til dæmis Skrámurinn hans Ladda að rífast yfir öllum fáránlegu gjöfunum, það vekur alltaf lukku og fær mig til að brosa.“

Besti jóladúettinn?

„Kona jólasveinsins – með hverjum sem er.“

Gott málefni

Ofmetin jólatónlist?

„Ég vil ekkert vera að móðga vini mína, þetta er hátíð friðar. Lögin sem leikin eru botnlaust í útvarpi og verslunum og á almannafæri á aðventunni líða þó nánast öll fyrir það að heyrast of oft. Kapítalisminn er búinn að éta jólin eins og allt annað, það er bara þannig.“

Hátíðlegur tónlistarflutningur á jólum?

„Útvarpsmessan á aðfangadagskvöld er hátíðleg, þó að mér leiðist oft innihaldsleysið og yfirborðsmennskan í prestinum. En það eru til margir fallegir sálmar sem oft fá að hljóma, mér dettur fyrst í hug Heyr himna smiður.

Annars eru jólatónleikar til styrktar góðu málefni jólaandinn í hnotskurn og best af öllu er ef ég spila þar sjálfur, vitaskuld án endurgjalds.“

beggo@mbl.is