Þorsteinn segist myndu fá Kevin Spacey til að leika sig í kvikmynd, þó að konan segi Tom Cruise eiga betur við.
Þorsteinn segist myndu fá Kevin Spacey til að leika sig í kvikmynd, þó að konan segi Tom Cruise eiga betur við. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þorsteinn hjá Opnum kerfum hefur ástæðu til að gleðjast því rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur farið batnandi. Framundan er annasamur tími í verslun OK enda margir sem vilja finna nýja tölvu undir jólatrénu.

Þorsteinn hjá Opnum kerfum hefur ástæðu til að gleðjast því rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur farið batnandi. Framundan er annasamur tími í verslun OK enda margir sem vilja finna nýja tölvu undir jólatrénu.

Hverjar eru stærstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Helstu áskoranir eru að aðlaga rekstur hefðbundins upplýsingatæknifélags, eins og Opin kerfi eru, að þeim breytingum sem eru að verða á nýtingu upplýsingatækni. En um leið eru þetta gríðarlega spennandi tækifæri og nýir markaðir að opnast í kjölfarið.

Hver var síðasta ráðstefnan

sem þú sóttir?

Síðasta ráðstefnan sem ég sótti var Startup Iceland, hún er alltaf mjög skemmtileg, kemur hugarfluginu af stað og kyndir undir nýsköpunarkraftinum.

Hvaða bók hefur haft mest

áhrif á hvernig þú starfar?

Það eru margar bækur sem ég held upp á en eftir að hafa lesið ævisögur Hannesar Hafstein og Thors Jensen, þá held ég mikið upp á þá. Þetta voru miklir athafnamenn og frumkvöðlar.

Hver myndi leika þig í kvikmynd

um líf þitt og afrek?

Tja, þetta er erfið spurning, ég er nú ekki mikið inni í þessum kvikmyndaheimi. Konan mín segir Tom Cruise en ætli ég myndi ekki ráða Kevin Spacey.

Hugsarðu vel um líkamann?

Ég reyni að spila mikið golf á sumrin en á veturna fer ég í ræktina og gönguferðir. Þó hefur vinnan stundum áhrif á þetta og ég geri minna en ég ætla mér.

Ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa, hvert væri draumastarfið?

Eitthvað sem tengist fyrirtækjarekstri eða nýsköpun. Hef gaman af að taka þátt í að byggja upp eða umbreyta.

Ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu, hvað myndirðu læra?

Ætli það væri ekki lífeðlisfræði (e. bio-engineering). Mjög spennandi fag og miklir möguleikar í framtíðinni.

Hvaða kosti og galla sérðu við að vera með reksturinn á Íslandi?

Kostir eru þessi mikla nálægð við markaðinn og viðskiptavinina. Hins vegar er smæð markaðarins galli, þó að markaðir séu í auknum mæli að renna saman með aukinni netvæðingu.

Hvað gerirðu til að fá orku og

innblástur í starfi?

Les, hreyfi mig og á í samtölum við gott fólk.

Ef þú værir einráður í einn dag, hvaða lögum myndirðu breyta?

Fella niður gjaldeyrishöftin og lækka stýrivexti.