Sígilt Guðrún Sigríður með hinn klassíska hnút, fasta fléttu og fléttur sem vafið er um hnútinn.
Sígilt Guðrún Sigríður með hinn klassíska hnút, fasta fléttu og fléttur sem vafið er um hnútinn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég flétta mest frænkur mínar sem allar eru með sítt hár. Ég flétta líka vinkonur mínar en sjaldnar. Ég flétta líka mömmu, hún leyfir mér oftast að æfa mig á nýrri greiðslu og loks flétta ég sjálfa mig.

Ég flétta mest frænkur mínar sem allar eru með sítt hár. Ég flétta líka vinkonur mínar en sjaldnar. Ég flétta líka mömmu, hún leyfir mér oftast að æfa mig á nýrri greiðslu og loks flétta ég sjálfa mig. Samt er ég oftast með tagl í skólanum af því ég hef svo lítinn tíma til að greiða mér á morgnana áður en ég fer í skólann.“

Hárgreiðsla er mikilvægur þáttur í því að gera sig fínan á jólahátíðinni. Fléttugreiðslur hafa löngum þótt fallegar á ungum stúlkum og sú var tíðin að eldri konur á Íslandi voru með fléttað hár alla daga. Guðrún Sigríður Arnalds er tólf ára og hefur þegar tileinkað sér töluvert mikla þekkingu á fléttugreiðslum og annarskonar hárgreiðslum.

„Ég hef lært hárgreiðslu á netinu og eins hafa ýmsir sagt mér til,“ segir Guðrún Sigríður Arnalds tólf ára nemandi í Kópavogsskóla.

„Ég fór að æfa mig að greiða mömmu minni þegar ég var bara lítil. Hún er mjög þolinmóð og leyfir mér að greiða sér. Fyrst gerði ég bara tagl eða tíkarspena í hárið á henni. En svo fór ég að læra bara venjulegar fléttur. Svo fékk ég áhuga á fléttugreiðslum og fór að skoða hvernig þær væru gerðar á netinu. Ég fór á síðu sem heitir cutegirlshairstyles.com og þar voru allskonar greiðslur. Ég fór að æfa mig á mínu hári.“

Er erfitt að flétta sjálfa sig?

„Það er dálítið erfitt af því maður getur varla séð hvað maður er að gera nema að hafa tvo spegla. Núna get ég fléttað hárið að aftan og búið svo til hnút. Þetta get ég af því að ég lærði að búa til fasta fléttu.“

Hvernig er föst flétta?

„Þá fléttar maður bara venjulega og svo alltaf þegar maður heldur áfram þá bætir maður meira og meira hári í. Smám saman er allt hárið komið í eina fléttu.“

(millifs)Fléttar mest mömmu sína og frænkur

Fléttar þú vinkonur þínar?

„Ég flétta mest frænkur mínar sem allar eru með sítt hár. Ég flétta líka vinkonur mínar en sjaldnar. Ég flétta líka mömmu, hún leyfir mér oftast að æfa mig á nýrri greiðslu og loks flétta ég sjálfa mig. Samt er ég oftast með tagl í skólanum af því ég hef svo lítinn tíma til að greiða mér á morgnana áður en ég fer í skólann.“

Hvaða greiðsla finnst þér flottust?

„Fiskiflétta er í miklu uppáhaldi, en það tekur mjög langan tíma að gera hana. Þá skiptir maður hárinu í tvennt og tekur alltaf pínulítið af enda hársins öðrum megin og færir það yfir á hinn helminginn af hárinu. Maður tekur lítið í einu þangað til allt hárið er komið í fiskifléttuna. Stundum flétta ég bara litla fléttu og festi hana aftan á hárið sem er að öðru leyti slegið.“

Hvernig ætlar þú að greiða þér á jólunum?

„Annað hvort verð ég með snúð eða slegið hár. En ég ætla samt að skoða fleiri greiðslur á netinu áður en ég ákveð mig. Það er svo margt flott til.“

(millifs)Hárgreiðsla fín æfing fyrir píanónám

Hafa hárgreiðslur misheppnast hjá þér?

„Já, þær hafa gert það en þá æfi ég mig bara meira. Verst var þegar ég fékk tyggjó í hárið. En það var sem betur fer ekki skóli svo ég eyddi mest öllum deginum í að ná tyggjóinu úr hárinu. Ég var búin að ná því úr fyrir kvöldmat.“

Finnst þér skemmtilegt að greiða hár?

„Já, en maður þarf að hafa liðuga fingur og þolinmæði. Ég æfi píanóleik, tók þátt í EPTA, sem bara tuttugu krakkar á öllu landinu tóku þátt í, í mínum flokki. Ég var því að æfa mig í allt sumar. Hárgreiðsla er fín æfing fyrir þá sem eru að læra á píanó.“

Ertu að hugsa um að læra hárgreiðslu seinna?

„Kannski með einhverju öðru. Ég veit ekki hvað annað ég vil hafa með hárgreiðslunni, – hef ekki hugsað nógu vel um það. Geri það bara seinna, þegar ég orðin eldri.“

gudrunsg@gamil.com

Hárgreiðsluleiðbeiningar

1) Snúningsgreiðsla

www.cutegerlshairstyles.com/haristyles/crovn-rope-twist-braid.

Byrjið á því að skipta hárinu í tvennt. Takið tvo litla búta af helmingi hársins og byrjið að snúa þeim saman. Alltaf þegar snúið er takið þá svolítið af hári og bætið við allan hringinn. Þegar allt „aukahárið“ er búið þá snúið bara venjulega því sem eftir er. Festið vandlega með spennum (bobby pins).

2) Slaufuhárgeiðsla

www.justbebexo.com/hair-bow-half-updo-hairstyle/

Skiptið hárinu í tvennt. Fyrst skal taka hárbút næstum því niður að eyrum. Skiptið honum í tvennt og takið annan hárbútinn til hliðar. Svo skal taka litla teygju og láta hana utan um hárið, en þegar komið er á síðasta hringinn gerið það bara hálfa leið. Svo skuluð þið gera eins hinum megin. Þegar það er komið skal festa slaufuna með spennum (bobby pins) þangað til hárgreiðslan er fullkomin.

3) Hárbandshárgreiðsla með öfugri fastri fléttu

www.Missysue.com/2014/05/dutch-headband-hair-tuck/

Byrja skal á því að gera öfuga fasta fléttu og festa hana aftan á hárið. Svo skal setja hárband í hárið. Bæta svo alltaf hári inn í hárbandið þannig að snúist allt upp. Festið svo með spennum þar til það er alveg fast.

4) Föst flétta með donut-snúð

www.cutegirlshairstyles.com/haristyles/freoch-up-high-bun/

Fyrst skal snúa höfðinu niður og byrja að búa til fasta fléttu. Festa hana svo með teygju. Svo skal safna öllu hárinu og setja það í hátt tagl. Næst skal setja donut (svamphring) í hárið. Festið snúðinn með teygju og spennum. Síðast en ekki síst skal flétta tvær venjulegar fléttur og festa þær utan um snúðinn með spennum.

5) Hárband í stutt hár

– Þetta er mjög einföld greiðsla, finna skal fínt hárband og setja utan um höfuðið þannig að hárið fari vel. Gangi ykkur vel og gleðileg jól.