Hörður Axel Vilhjálmsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði sex stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Nymburk lagði slóvenska liðið Tajfun Sentjur að velli í fjórðu umferð F-riðils FIBA Europe-bikarsins í Nymburk í Tékklandi í gær.

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði sex stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Nymburk lagði slóvenska liðið Tajfun Sentjur að velli í fjórðu umferð F-riðils FIBA Europe-bikarsins í Nymburk í Tékklandi í gær. Loktaölur í leiknum urðu 103:81.

Nymburk skaust tímabundið upp á topp riðilsins með þessum sigri, en liðið er með sjö stig. Tajfun Sentjur hefur fjögur stig í þriðja sæti riðilsins. Danska liðið Bakken Bears var um tíma í öðru sæti riðilsins en endurheimti toppsætið með sigri gegn írska liðinu Hiberna, síðar í gærkvöldi.

Nymburk mætir Bakkaen Bears í toppslag riðilsins í næstu umferð. Spánverjinn Israel Martin stýrir danska liðinu en hann þjálfaði Tindastól síðasta vetur. Leikurinn mun fara fram á Vejlby Risskov Hallen í Árósum.

Jakob Örn Sigurðarson var atkvæðamikill og skoraði 16 stig fyrir sænska liðið Borås Basket sem tapaði 94:72 fyrir Cantu frá Ítalíu í E-riðli í sömu keppni. Jakob stal boltanum einu sinni, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu. Jakob var þó frekar kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna en þaðan hitti hann úr tveimur af átta skotum. Borås er í hörkubaráttu í riðlinum sem er mjög jafn. Liðið er með 6 stig í 2.-3. sæti, stigi frá bæði 1. og 4. sæti.