Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við geðsvið Landspítala um samstarf meðferðargeðdeildar og íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við geðsvið Landspítala um samstarf meðferðargeðdeildar og íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk. Markmið verkefnisins er að auka líkur á sjálfstæðri búsetu geðfatlaðra einstaklinga til framtíðar með eða án stuðnings frá sveitarfélaginu og geðsviði.

Meðferðargeðdeildin Laugarás heyrir undir geðsvið Landspítala og er fyrir ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með byrjandi geðrofssjúkdóm. Austurbrún 6 er íbúðakjarni á vegum velferðarsviðs fyrir geðfatlaða einstaklinga þar sem unnið er skv. stefnu borgarinnar um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

Þjónustan skal vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg með áherslu á valdeflingu og stuðning við sjálfstætt líf. Samstarfið er tilraunaverkefni, til tveggja ára.