Markaðsstofa Kópavogs Elísabet Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs og tekur hún til starfa um áramótin. Elísabet hefur gegnt stöðu forstöðumanns markaðssviðs Advania síðan í byrjun árs 2012.
Markaðsstofa Kópavogs Elísabet Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs og tekur hún til starfa um áramótin. Elísabet hefur gegnt stöðu forstöðumanns markaðssviðs Advania síðan í byrjun árs 2012. Hún hefur, ásamt samstarfskonum, leitt átakið „Á allra vörum“.

Elísabet er með MBA-próf frá Háskóla Íslands og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Þá stundaði hún nám í Rockford University í Bandaríkjunum.