Stórfundur unglinga í Ráðhúsi Reykjavíkur Spjallað og spekúlerað um frístundastarf í Ráðhúsi Reykjavíkur en þá koma 200 unglingar úr 8.-10 bekk saman til stórfundar undir handleiðslu starfsfólks úr frístundamiðstöðvum borgarinnar.
Stórfundur unglinga í Ráðhúsi Reykjavíkur Spjallað og spekúlerað um frístundastarf í Ráðhúsi Reykjavíkur en þá koma 200 unglingar úr 8.-10 bekk saman til stórfundar undir handleiðslu starfsfólks úr frístundamiðstöðvum borgarinnar. — Morgunblaðið/Eggert
„Það er góð mæting og mjög góð stemning,“ segir Hulda Valdís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, en stórfundur unglinga var haldinn í Ráðhúsinu í gær.
„Það er góð mæting og mjög góð stemning,“ segir Hulda Valdís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, en stórfundur unglinga var haldinn í Ráðhúsinu í gær. Þangað komu um 200 unglingar víðsvegar að úr grunnskólum Reykjavíkur til að leggja sitt af mörkum í stefnumótun frístundastarfs ungmenna á vegum borgarinnar. „Þetta stendur þeim nálægt og þau hafa miklar skoðanir.“