[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hnetusteik 2 stönglar sellerí, smátt skorið 1 laukur, smátt skorinn 1 stk. kúrbítur 10 stk. sveppir, smátt skornir 150 g valhnetur, ristaðar 100 g möndlur, ristaðar 100 g sesamfræ, ristuð 200-300 g haframjöl 2 tsk. turmerik ½ tsk. cayennepipar 3 tsk.
Hnetusteik

2 stönglar sellerí, smátt skorið

1 laukur, smátt skorinn

1 stk. kúrbítur

10 stk. sveppir, smátt skornir

150 g valhnetur, ristaðar

100 g möndlur, ristaðar

100 g sesamfræ, ristuð

200-300 g haframjöl

2 tsk. turmerik

½ tsk. cayennepipar

3 tsk. salt

1 tsk. pipar

1 msk. rifinn engifer

2 tsk. sítrónusafi

olía til steikingar

200 ml tómatamauk

Byrjið á því að hita olíuna og léttsteikja grænmetið í góðum potti, öllu kryddi bætt út í, hrært vel og látið malla við lágan hita þar til allt er orðið vel mjúkt. Setjið saman við haframjöl og tómatmauk, ég hef líka sett út í pastasósu sem er vel krydduð. Blandið öllu vel saman, smakkið til með salti. Hér þarf að athuga hvort deigið er nægilega þétt til að bakast; haframjölið á að taka vel til sín en oft bæti ég við 100 g til viðbótar til að fá deigið sem þéttast. Olíuberið eldfast form og bakið í ca 40 mín við 160°C, þetta er svolítið misjafnt eftir ofnum en hnetusteikin þarf að vera þannig bökuð að auðvelt sé að skera hana. Svo er fallegt að skreyta hana með hnetum og berjum. Önnur hugmynd er að baka hnetusteikina í smjördeigi, það er mjög ljúffengt.

Bakað rótargrænmeti með kasjúhnetusósu

fyrir 4

2 litlar rauðrófur

1 stór rófa eða 2 litlar

1 stór sæt kartafla

4 gulrætur

6 hvítar kartöflur

4-6 hvítlauksrif

smá af ólífuolíu

2 tsk. gróft salt

Skrælið rauðrófur, rófur, gulrætur og sæta kartöflu, ef hvítu kartöflurnar eru lífrænar eru nóg að þvo þær vel. Skerið allt grænmetið niður í grófa bita og setjið i rúmgott eldfast form eða skúffu, hellið yfir ólífuolíu, sáldrið yfir salti og hvítlauksgeirum, jafnvel líka smá rósmaríni og timían ef vill. Stungið inn í heitan ofninn og bakað við 190°C í 40 mín.

Kasjúhnetusósa

250 g kasjúhnetur

1 hvítlauksgeiri

2 tsk. sítrónusafi

salt

1 tsk. hunang

2 msk. appelsínusafi

Hnetur lagðar í bleyti yfir nótt, vökvinn sigtaður af og þær settar í matvinnsluvél og þeytt vel. Bætt við hvítlauk og sítrónu, smakkað til með salti og loks er hunang og appelsínusafi sett saman við. Sósan er betri þykk til að toppa hana yfir grænmetið. Fyrir þá sem vilja er gott að setja líka steinselju saman við.

Bakaðar gulrætur, rauðlaukur með fennel og myntu

fyrir 4

8 gulrætur, skrældar og skornar i grófa munnbita

2 vænir rauðlaukar, skrældir og skornir í báta

1 stk. fennel, skorið í grófa bita

3 msk. ólífuolía

smá salt og pipar

2 msk. sólblómafræ

handfylli af ferskum kóríander

10 blöð af ferskri myndu eða 2 msk þurrkuð

1 tsk. paprikuduft

2 tsk. sítrónusafi

Dreifið grænmetinu á góða ofnplötu. Hristið saman olíu, sítrónusafa, salt, pipar og paprikuduft og hellið yfir. Stingið inn í 190°C heitan ofninn og bakið í 25 til 30 mín. Kælið þá aðeins niður og sáldrið loks yfir grænmetið myntu, söxuðum kóríander og sólblómafræjum. Gott með með jólamatnum, kjöti eða öðru.

Hrísgrjónasalat með vínberjum og valhnetum

200 g hýðishrísgrjón

100 g sæt kartafla

6 msk. ólífuolía

1 tsk. salt

½ tsk. svartur pipar

1 tsk. salvía

50 g sólblómafræ

50 g sesamfræ

100 g valhnetur, gróflega saxaðar.

20-30 stk. vínber

þurrkuð trönuber, handfylli

3 msk. steinselja, söxuð

Sætar kartöflur skrældar, skornar í munnbita, settar saman við hrísgrjónin og soðið saman samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hrísgrjónin kæld niður. Hrist saman olía, salt, pipar og salvía og hellt yfir grjónin. Fræ og hnetur þurristaðar, bætt út í og öllu blandað vel saman. Vínberin loks skorin í tvennt og bætt saman við, ásamt trönuberjum og steinselju.

Hrísgrjónasalatið er bæði bragðgott og fallegt, ég hef til dæmis notað það sem fyllingu í bökuð grasker og er það ein hugmynd á jólaborðið. Það er mjög gott að breyta til og skipta um korntegund og nota t.d. perlubygg eða kúskús. Svo hristi ég saman 50 ml óífuolíu, 2 tsk. salt, 1 tsk. turmerik, 1 tsk. sinnep og 1 msk. tamari- eða sojasósu og dreifi yfir salatið áður en það er borið fram.

Súkkulaðikexkaka með berjum og ís

200 g lífrænt dökkt súkkulaði

100 g lífrænt mjólkursúkkulaði

100 ml soja- eða hafrarjómi

1 tsk. vanilluduft

100 g kókósolía

1 pk. gróft kex, helst lífrænt, best er að hafa kexið ferkantað en annars brýt ég það upp og hef nóg af því.

Best er að nota formkökuform og klæða það að innan með bökunarpappír. Bræðið súkkulaði og kókósolíu við vægan hita og hrærið vel saman ásamt vanilludufti og rjóma. Hrærið saman við lágan hita.

Byrjið á að setja í botninn gott magn af súkkulaðimassa og síðan kex og svo er það endurtekið, súkkulaðimassi og kex, lag fyrir lag, og endað á súkkulaðinu. Stingið þessari dásemd svo inn í frysti í sólarhring, hún er frábær með berjum og ís. Ef kakan klárast ekki strax er henni stungið aftur inn í frysti og hún geymd þar.

Hátíðarútgáfa af kornflexkökum

100 ml kókósolía

300 g dökkt súkkulaði 70%

1 msk. hunang

150 g kornflex

100 g ristaðar möndlur og saxa þær

100 g þurrkuð trönuber

½ tsk. salt

1 tsk. sterkt kaffi

Byrjið á að bræða fituna og súkkulaðið ásamt kaffi, salti og hunangi. Kælið aðeins og hrærið söxuðum möndlum, kornfleksi og trönuberjum saman við. Skiptið jafnt í pappírsform, þetta er frekar stór uppskrift eða um 40 stk. Setjið í frysti í 2 klst, ég geymi mínar svo áfram þar.