Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.

Margrét Kr. Sigurðardóttir

margret@mbl.is

Mannauðsstjórar landsins þurfa sjálfsagt að hafa sig alla við að finna umbun sem fellur í kramið hjá ungu fólki til að halda því í vinnu, ef marka má niðurstöður úr nýrri rannsókn á stöðu og þróun mannauðsstjórnunar á Íslandi.

Arney Einarsdóttir í HR segir að ungt fólk á vinnumarkaði sé með önnur viðhorf til vinnunnar en þeir sem eldri eru og með annað gildismat. „Þau vilja ekki endilega eignast stór hús og dýra bíla heldur eru hugmyndir þeirra frekar að njóta og upplifa.“ Hún segir að þau leggi ekki áherslu á vinnuna í eins ríkum mæli og eldri kynslóðir, heldur meti frítíma sinn mikils og vilji fá tækifæri til ferðalaga til að sjá heiminn.

Við þurfum kannski að setja þetta í samhengi við þær fréttir sem segja af miklum fjölda sem hefur flutt af landi brott það sem af er þessu ári þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífi.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, segir rannsóknir sýna að það sé einkum ungt fólk sem hleypi heimdraganum og leiti betri kjara erlendis.

Eru íslenskir stjórnendur ekki með puttann á púlsinum í þessum efnum? Kannski fylgja þeir ekki tíðarandanum nógu hratt.

Enda ef unga fólkið vill frítíma frekar en peningagreiðslur þá er það af sem áður var þegar fyrri kynslóðir unnu myrkranna á milli til að safna peningum fyrir þaki yfir höfuðið eða bílskrjóði.