Landsbankinn segir ekki vera vart bólumyndunar á byggingamarkaði.
Landsbankinn segir ekki vera vart bólumyndunar á byggingamarkaði. — Morgunblaðið/Eggert
Fasteignir Niðurstaða kjarasamninga fyrr á þessu ári hefur valdið því að byggingarkostnaður íbúðarhúsnæðis hefur að nýju færst nær raunvirði fjölbýlis eftir að nokkuð skildi þar á milli á undangengnum misserum.

Fasteignir Niðurstaða kjarasamninga fyrr á þessu ári hefur valdið því að byggingarkostnaður íbúðarhúsnæðis hefur að nýju færst nær raunvirði fjölbýlis eftir að nokkuð skildi þar á milli á undangengnum misserum. Aukinn launakostnaður í byggingariðnaði er talinn ráða mestu um viðsnúning í þessa veru að mati hagfræðideildar Landsbanka Íslands.

Í nýútkominni Hagsjá bankans er bent á að bólumyndun á fasteignamarkaði megi meðal annars greina á því þegar fasteignaverð hækki verulega umfram byggingarkostnað. Þá sé það einnig dæmi um bólumyndun þegar verð á fasteignahúsnæði missir tengsl við undirliggjandi hagstærðir.

Hér á landi sé staðan sú að fasteignaverð hafi á síðustu árum ekki þróast markvert með öðrum hætti en kaupmáttur launa. Niðurstaða hagfræðideildarinnar er því sú að það sé „ekkert sem bendir til að þess að verðbóla hafi myndast á fasteignamarkaðnum enn sem komið er“.

Landsbankinn bendir einnig á að hækkun sérbýlis hafi tekið við sér á þessu ári eftir að hafa setið nokkuð eftir. Tólf mánaða hækkun á sérbýli sé nú komin í 9% en árshækkun á fjölbýli sé nú 10,3%.