Einar Már Hann er einn þeirra sem lesa upp í kvöld á Sunnlenska bókakaffinu.
Einar Már Hann er einn þeirra sem lesa upp í kvöld á Sunnlenska bókakaffinu. — Morgunblaðið/Kristinn
Einar Már Guðmundsson er meðal þeirra sem mæta á fyrsta upplestrarkvöld haustsins hjá Bókakaffinu á Selfossi, sem verður í kvöld. Þá mætir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson og tekur lagið en hann var að gefa út plötuna Draumur um koss.

Einar Már Guðmundsson er meðal þeirra sem mæta á fyrsta upplestrarkvöld haustsins hjá Bókakaffinu á Selfossi, sem verður í kvöld. Þá mætir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson og tekur lagið en hann var að gefa út plötuna Draumur um koss. Húsið verður opnað kl. 20 og upplestur hefst hálftíma síðar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Auk Einars mæta til upplestrar Ágúst Borgþór Sverrisson sem sendir nú frá sér spennusöguna Myrkrið. Guðmundur J. Guðmundsson þýðandi kynnir bók Pauls Lafargue, Réttinn til letinnar, sem á mikið erindi við hina vinnuglöðu Íslendinga. Bjarni Bernharður Bjarnason skáld sendir frá sér sjálfsævisögu og nefnist hún Hin hálu þrep. Bjarni segir þar meðal annars frá uppvexti á Selfossi.

Utangarðs heitir bók sem segir frá förumönnum á Vesturlandi, tekin saman af Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur og Halldóru Kristinsdóttur. Einar Már kynnir bók sína Hundadaga sem kom út nú í haust og hefur hlotið afar góða dóma.