Bókin Nú þegar rösk vika er í stóru loftslagsráðstefnuna í París er ekki úr vegi að beina sviðsljósinu að bók sem fjallar um málaflokkinn.

Bókin Nú þegar rösk vika er í stóru loftslagsráðstefnuna í París er ekki úr vegi að beina sviðsljósinu að bók sem fjallar um málaflokkinn.

Á lengri lista FT yfir bestu viðskiptabækur ársins er verkið Climate Shock: The Economic Consequences of a Hotter Planet eftir Gernot Wagner og Martin L. Weitzman.

Wagner er hámenntaður ungur maður á uppleið, og kennir orkuhagfræði við Columbia-háskóla auk þess að vera yfirhagfræðingur risastóru og vel fjármögnuðu bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EDF, Environmental Defense Fund.

Weitzman er hagfræðiprófessor við Harvard og þykir með áhrifamestu mönnum í sínu fagi. Hefur hann meðal annars gegnt ráðgjafarstörfum fyrir Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Útgangspunkturinn í bókinni er að reyna að meta hver hættan er, og hvort að viðbrögðin við mögulegri hnatthlýnun séu í samræmi við hættuna sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Líta höfundarnir á hnatthlýnun sem eins konar tryggingavandamál. Þeir orða það sem svo að ef einstaklingur stæði frammi fyrir því að 10% líkur væru á að hann lenti í banvænu bílslysi, eða 10% líkur á að eignir hans myndu þurrkast út, þá þætti flestum það ærin ástæða til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Ef sams konar hætta er á stóráföllum vegna loftslagsbreytinga, hví þá ekki að grípa til einhverra aðgerða?

Færa höfundarnir fram áhugaverð rök fyrir því að ef ekki er gripið til hófsamra aðgerða snemma aukist líkurnar á því að gripið verði til róttækra aðgerða seinna meir, og róttæku aðgerðunum fylgi meiri áhætta. ai@mbl.is