Enska liðið Arsenal hefur fimm ár í röð verið slegið út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að koma í veg fyrir að það gerist eina ferðina enn þurfa Arsene Wenger og hans menn að sigrast á sjálfum Evrópumeisturum Barcelona.
Enska liðið Arsenal hefur fimm ár í röð verið slegið út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að koma í veg fyrir að það gerist eina ferðina enn þurfa Arsene Wenger og hans menn að sigrast á sjálfum Evrópumeisturum Barcelona.

Það er önnur tveggja stærstu viðureignanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Hin er rimma Juventus og Bayern München, sem hafa samtals ellefu sinnum leikið til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Bayern hefur unnið fimm sinnum og Juventus tvisvar.

París SG og Chelsea drógust saman annað árið í röð. Manchester City og Real Madrid eru afar sigurstrangleg í sínum viðureignum en „öskubusku-viðureign“ umferðarinnar er án efa rimma Gent frá Belgíu og Wolfsburg frá Þýskalandi. Hvorugt liðanna hefur áður komist svona langt.

Leikirnir í 16-liða úrslitunum eru sem hér segir og á þessum dögum:

16. febrúar / 9. mars:

París SG – Chelsea

Benfica – Zenit Pétursborg

17. febrúar / 8. mars:

Gent – Wolfsburg

Roma – Real Madrid

23. febrúar / 16. mars:

Arsenal – Barcelona

Juventus – Bayern München

24. febrúar / 15. mars:

PSV Eindhoven – Atlético Madrid

Dynamo Kiev – Manchester City

Ísland gæti átt fulltrúa í 16-liða úrslitunum en Hjörtur Hermannsson og Albert Guðmundsson eru á mála hjá PSV og það kemur í ljós eftir áramótin hvort þeir verði skráðir í hóp liðsins í keppninni.

Dregið verður til 8-liða úrslita 18. mars og þau leikin á bilinu 5.-13. apríl. Undanúrslitin fara fram 26. apríl til 4. maí og úrslitaleikurinn fer fram í Mílanó 28. maí.

Birkir spilar á EM-vellinum

Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason eru fulltrúar Íslendinga í Evrópudeildinni. Ragnar og samherjar í rússneska liðinu Krasnodar mæta Sparta Prag frá Tékklandi en Birkir Bjarnason og félagar í Basel frá Sviss drógust gegn franska liðinu Saint-Étienne. Birkir fær því tækifæri til að spila á velli Saint-Étienne þar sem Ísland mætir Portúgal í fyrsta leiknum á EM næsta sumar.

Þessi lið drógust saman en leikdagar í 32ja liða úrslitum eru 18. og 25. febrúar.

Molde – Sevilla

Liverpool – Augsburg

Krasnodar – Sparta Prag

Napoli – Villareal

Rapid Vín – Valencia

Braga – Sion

Lazio – Galatasaray

Lokomotiv Moskva – Fenerbahce

Basel – Saint-Étienne

Tottenham – Fiorentina

Schalke – Shakhtar Donetsk

Athletic Bilbao – Marseille

Porto – Dortmund

Olympiacos – Anderlecht

Manchester United – Midtjylland

Leverkusen – Sporting Lissabon

vs@mbl.is