Jamie Vardy
Jamie Vardy
Fyrir nákvæmlega ári var Leicester í 20. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, og Chelsea í 1. sæti. Eftir 2:1-sigur Leicester á Chelsea í gærkvöld er Leicester hins vegar í 1. sæti og Englandsmeistararnir eru í 16.
Fyrir nákvæmlega ári var Leicester í 20. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, og Chelsea í 1. sæti. Eftir 2:1-sigur Leicester á Chelsea í gærkvöld er Leicester hins vegar í 1. sæti og Englandsmeistararnir eru í 16. sæti, aðeins stigi frá fallsæti.

Jamie Vardy skoraði sitt 15. mark í deildinni í vetur og Riyad Mahrez bætti við öðru, en hann lagði upp fyrra markið. Saman hafa þeir gert 26 mörk í vetur, fleiri en 81 af 98 liðum í 5 bestu deildum Evrópu hafa gert. sindris@mbl.is