— Morgunblaðið/Golli
Jólin voru í algleymingi í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þegar Karlakór Reykjavíkur hélt aukatónleika fyrir starfsmannafélag Landspítalans, eins og hann hefur gert undanfarin ár.
Jólin voru í algleymingi í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þegar Karlakór Reykjavíkur hélt aukatónleika fyrir starfsmannafélag Landspítalans, eins og hann hefur gert undanfarin ár. Árlegir aðventutónleikar kórsins, sem báru heitið „Á herrans hátíð syngjum“, voru fernir talsins og voru tónleikarnir í gær þeir síðustu í ár. Heppnuðust tónleikarnir vel að vanda og gengu gestir ánægðir sína leið þegar þeim lauk.

Í fyrsta sinn í tuttugu og fjögurra ára sögu aðventutónleikanna var hin þjóðþekkta söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, aðalgestur þeirra.