Þriðji hver bíll sem Porsche seldi í nóvember var af gerðinni Cayenne.
Þriðji hver bíll sem Porsche seldi í nóvember var af gerðinni Cayenne. — Morgunblaðið/
Þýski sportbílasmiðurinn Porsche hefur fengið góða ástæðu til að fagna með viðeigandi hætti að hann hefur selt yfir 200 þúsund bíla í fyrsta sinn á einu ári. Alls höfðu 209.894 bílar verið afhentir eigendum sínum við lok nóvember.
Þýski sportbílasmiðurinn Porsche hefur fengið góða ástæðu til að fagna með viðeigandi hætti að hann hefur selt yfir 200 þúsund bíla í fyrsta sinn á einu ári. Alls höfðu 209.894 bílar verið afhentir eigendum sínum við lok nóvember.

Þetta er 24% sala umfram selda bíla á sama tímabil í fyrra. Meira en fjórðungur allrar sölu Porsche í ár hefur átt sér stað í Kína. Og árangurinn er talsvert umfram eigin væntingar. Porsche hafði í áætlunum sínum vonast eftir að ná 200 þúsund bíla markinu á árinu 2018 og er því náð þremur árum fyrr en að var stefnt.

Í nóvember setti Porsche sölumet fyrir þann mánuð einnig, afhenti þá 18.110 eintök til nýrra eigenda. Langvinsælasta bílamódelið í mánuðinum er Porsche Cayenne. Rúmlega þriðji hver bíll, eða 6.579, var af þeirri gerð. Er það 39% meiri sala en í nóvember í fyrra og fyrir árið í heild hafa 14% fleiri Cayenne verið seldir en í fyrra.

agas@mbl.is