Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
„Sem fyrirliði landsliðsins að kalla heila þjóð mestmegnis glæpamenn var skandall. Ég gerði mér grein fyrir því strax,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í þættinum Atvinnumennirnir okkar á Stöð 2.
„Sem fyrirliði landsliðsins að kalla heila þjóð mestmegnis glæpamenn var skandall. Ég gerði mér grein fyrir því strax,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í þættinum Atvinnumennirnir okkar á Stöð 2. Vitnar hann þar í ummæli sín í viðtali við fotbolti.net fyrir leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM 2014. Þar sagði Aron meðal annars að Albanir væru „mest megnis glæpamenn“.

Rætt var um að taka fyrirliðabandið af Aroni fyrir umræddan leik en Aroni leist ekki vel á það. Niðurstaðan varð sú að Aron hélt fyrirliðabandinu. „Ég tók því náttúrlega illa en ég hefði alltaf spilað. Ég er stoltur Íslendingur og var ákveðinn í að bæta upp fyrir það sem ég sagði. Ég spilaði svo minn besta landsleik úti í Albaníu,“ sagði Aron Einar einnig. johann@mbl.is