Talsmenn stjórnvalda í Egyptalandi segja að ekki hafi fundist neinar sannanir fyrir því að hryðjuverkamenn hafi grandað farþegaþotu rússneska flugfélagsins Metrojet yfir Sínaískaga í október.
Talsmenn stjórnvalda í Egyptalandi segja að ekki hafi fundist neinar sannanir fyrir því að hryðjuverkamenn hafi grandað farþegaþotu rússneska flugfélagsins Metrojet yfir Sínaískaga í október. Ríki íslams, IS, lýsti ábyrgð á hrapi þotunnar á hendur sér og sagðist hafa komið sprengju fyrir í henni. Með þotunni fórust 224 manns.

Vestræn ríki og Rússland eru sammála um að í brakinu hafi fundist sannanir fyrir því að sprengja hafi grandað þotunni. IS segir að sprengjan hafi verið hefnd fyrir loftárásir Rússa á stöðvar IS í Sýrlandi og Írak. Eftir tilræðið hafa Rússar hert mjög árásir sínar.

Atburðurinn hefur valdið því að ferðaþjónusta, ein af helstu tekjulindum Egypta, hefur dregist mikið saman. Efnahagur landsins er í slæmu ástandi og stór hluti íbúanna býr við sára fátækt. kjon@mbl.is