Konur voru í fyrsta sinn í sögu Sádi-Arabíu kjörnar til setu í sveitarstjórnum en misrétti kynjanna í landinu hefur lengi verið gagnrýnt. Alls náðu 20 konur kjöri að þessu sinni.
Konur voru í fyrsta sinn í sögu Sádi-Arabíu kjörnar til setu í sveitarstjórnum en misrétti kynjanna í landinu hefur lengi verið gagnrýnt. Alls náðu 20 konur kjöri að þessu sinni. Þess ber að geta að umræddar sveitarstjórnir hafa sáralítil völd en nær ekkert lýðræði ríkir í landinu. Kosið var um þriðjung sætanna að þessu sinni.

Konur í Sádi-Arabíu mega ekki aka bíl og um flestar ákvarðanir sem varða þær gildir samkvæmt lögum að þeim er skylt að fá samþykki eiginmanns eða náins ættingja úr röðum karla.

Abdullah konungur, sem lést í janúar, jók réttindi kvenna og hvatti til þess að þær legðu stund á háskólanám. Hann ákvað að þær fengju að kjósa og bjóða sig fram í umræddum kosningum. En æðsti trúarleiðtogi landsins, stórmúftinn, sagði nýlega að með þátttöku kvenna í stjórnmálum, væri verið að „opna dyr að hinu illa“.

kjon@mbl.is