Fjölhæfur Bowie í kvikmynd Nicolas Roeg, The Man Who Fell to Earth.
Fjölhæfur Bowie í kvikmynd Nicolas Roeg, The Man Who Fell to Earth.
Gagnrýnendur eru hikandi í umfjöllun sinni um söngleikinn Lazarus, sem tekinn hefur verið til sýninga á „off-Broadway“ í New York og vekur mikinn áhuga fyrir að vera byggður kringum lög eftir David Bowie og söguþráð sem hann hefur sagt vera...
Gagnrýnendur eru hikandi í umfjöllun sinni um söngleikinn Lazarus, sem tekinn hefur verið til sýninga á „off-Broadway“ í New York og vekur mikinn áhuga fyrir að vera byggður kringum lög eftir David Bowie og söguþráð sem hann hefur sagt vera einskonar framhald kvikmyndarinnar The Man Who Fell to Earth sem hann lék sjálfur í á sínum tíma. Bowie og Enda Walsh eru höfundar leiktextans.

Rýnar segir flestir erfitt að lýsa söguþræðinum, að ná á honum taki, en tónlistin sé áhrifamikil.

„Þetta ætti í raun að vera hræðileg sýning,“ segir gagnrýnandi The Guardian. „Það er ólíklegt að útkoman sé eins og höfundarnir sáu fyrir sér og það er lítið vit í því sem þeir hafa skapað. En þessir höfundar eru bara svo gríðarlega hæfileikaríkir og leikararnir í sýningunni takast á við verkið af slíkri einbeitni og djörfung að það er ekki hægt annað en að hrífast með og njóta verksins, að minnsta kosti svolítið.“