Greiningardeildir spá 0,2% til 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í desembermælingu Hagstofu Íslands sem birt verður þriðjudaginn eftir viku, 22. desember.
Greiningardeildir spá 0,2% til 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í desembermælingu Hagstofu Íslands sem birt verður þriðjudaginn eftir viku, 22. desember. Greiningardeild Arion banka og hagfræðideild Landsbankans spá 0,2% hækkun neysluvísitölu sem myndi leiða til lækkunar ársverðbólgu úr 2,0% í 1,9%. Greining Íslandsbanka spáir 0,3% hækkun vísitölunnar og því óbreyttri 2,0% verðbólgu. Capacent birtir einnig verðbólguspá þar sem gert er ráð fyrir 0,4% hækkun neysluvísitölu og 2,1% verðbólgu. Allar eru spárnar þó langt undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans.