Óleyst Deilan heldur áfram í Straumsvík.
Óleyst Deilan heldur áfram í Straumsvík.
„Þetta var mjög stuttur fundur og árangurslaus,“ sagði Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, eftir samningafund vegna starfsmannadeilunnar sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara í gær.
„Þetta var mjög stuttur fundur og árangurslaus,“ sagði Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, eftir samningafund vegna starfsmannadeilunnar sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og býst Gylfi ekki við því að fundað verði aftur fyrr en eftir áramót.

Gylfi sagði í kjölfar aflýsingar verkfalls 1. desember sl. að ítrekað hefði komið fram í viðræðunum að fulltrúar Rio Tinto Alcan vildu ekki gera sambærilega samninga og gerðir hafa verið við aðra launþega í landinu.