Heildsala Icepharma hefur keypt allt hlutafé í Yggdrasil en seljendur eru Auður I fagfjárfestasjóður og Eignarhaldsfélagið Lifandi. Í tilkynningu segir að kaupin séu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Heildsala Icepharma hefur keypt allt hlutafé í Yggdrasil en seljendur eru Auður I fagfjárfestasjóður og Eignarhaldsfélagið Lifandi. Í tilkynningu segir að kaupin séu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Yggdrasill sem stofnaður var árið 1986 er heildsölufyrirtæki í innflutningi og sölu á lífrænum vörum og heilsuvörum. Helstu vörumerki félagsins eru NOW fæðubótarefni, matvörur undir merki Himneskrar Hollustu, Isola jurtamjólk og Nakd hrábarir. Icepharma hefur sérhæft sig í innflutningi á lyfjum, tækjum og búnaði fyrir heilbrigðiskerfið auk innflutnings á heilsu- og íþróttavörum.