Þótt talsvert fljótlegra sé að grípa til þess að segja Batman hefur íslenska þýðingin „Leðurblökumaðurinn“ verið gjaldgengur kostur í tungumálinu og mikið notað.

Þótt talsvert fljótlegra sé að grípa til þess að segja Batman hefur íslenska þýðingin „Leðurblökumaðurinn“ verið gjaldgengur kostur í tungumálinu og mikið notað. Þetta er eitt þeirra orða sem vakið hafa athygli á Twitter, ásamt því að Spiderman sé Kóngulóarmaðurinn, og þykir það ólíkt „snyrtingum“ ekki skemmtilegt á þann hátt að það sé krúttlegt. Og raunar skilja fáir hvernig það ætti að vera hægt að halda kúlinu og segjast vera leðurblökumaðurinn.

„Í dag lærði ég að á íslensku er Batman „Leðurblökumaðurinn“. Reynið að segja það með Batman-röddinni ykkar. Prófið það núna.“

Kalle Paulsson, Svíþjóð.

„Fyrir stærstan hluta heimsins er það „Batman“. Íslendingar segja „Leðurblökumaðurinn“. Hvernig er ekki hægt að elska þá?“

Michał Nowakowski, Póllandi.

„Batman er Leðurblökumaðurinn á íslensku. Batmanhellirinn hlýtur að vera í þessu fræga eldfjalli þarna.“

Specchionero, Rússlandi.

„Batman er „Leðurblökumaðurinn“ á íslensku. Það er auðveldara að lýsa bara upp himinninn með Batman-merkinu.“

Patrick von Sychowski, Singapore.

„Að því er ég best veit þýðir Leðurblökumaðurinn leður-blakandi-manneskja.“

Luke A. Rudge, Bretland.

„Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé einu sinni alvöru orð.“

Lyon Hart of Rivia, Bandaríkjunum.

„Leðurblökumaðurinn. Önnur ástæðan fyrir því að ég er þakklátur að búa ekki á Íslandi. (Kuldinn er sú fyrri).

Real Rob, Bretlandi.