Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar áforma nokkurra milljarða króna fjárfestingu í hótelum í Hveragerði á næstu árum. Gangi áformin eftir munu Hvergerðingar, sem eru um 2.400 talsins, geta hýst að minnsta kosti 800 næturgesti.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Fjárfestar áforma nokkurra milljarða króna fjárfestingu í hótelum í Hveragerði á næstu árum. Gangi áformin eftir munu Hvergerðingar, sem eru um 2.400 talsins, geta hýst að minnsta kosti 800 næturgesti.

Eigendur Hótels Arkar eru að endurnýja innviði á hótelinu og íhuga að byggja við það álmu með 60 herbergjum. Með því yrðu alls 145 herbergi á Hótel Örk.

Tvö sumur orðin vel bókuð

Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk, segir að í fyrsta sinn á þessum árstíma séu tvö sumur bókuð fram í tímann. Nær allt árið sé orðið vel bókað á hótelinu.

Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hótel Cabin og rekstrarfélagsins sem rekur Hótel Örk, segir Suðurstrandarveg hafa breytt miklu fyrir reksturinn í Hveragerði, sem sé í mörgum tilvikum orðin fyrsti og síðasti áfangastaður ferðamanna.

Höfða til efnafólks

Skammt frá Hótel Örk eru aðrir fjárfestar að undirbúa byggingu um 100 herbergja hótels og heilsulindar á lóð sem er við hlið heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands.

Sú breyting hefur orðið í hönnunarferlinu að búið er að teikna lúxusíbúðir fyrir efnaða ferðamenn sem munu hafa laugar út af fyrir sig.

Mun heilsuhótelið koma til viðbótar fyrirhuguðu 150 herbergja lúxushóteli og baðlóni við Skíðaskálann í Hveradölum, vestur af Hveragerði.

Sigríður Helga Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Hjarðarbóls, segir stíganda í eftirspurn eftir gistingu. Af þeim sökum sé í undirbúningi að stækka hótelið. 4