Eins og fram hefur komið er „bisnessmódelið“ hjá Pírötum að fá sem mestar tekjur frá ríkinu. Það er athyglisvert en ekki sérstaklega virðingarvert markmið hjá stjórnmálaflokki að vilja gera sérstaklega út á vasa almennings.

Eins og fram hefur komið er „bisnessmódelið“ hjá Pírötum að fá sem mestar tekjur frá ríkinu. Það er athyglisvert en ekki sérstaklega virðingarvert markmið hjá stjórnmálaflokki að vilja gera sérstaklega út á vasa almennings.

Fleira er umhugsunarvert við Pírata þegar kemur að skattfé. Nú hafa þeir til dæmis samþykkt þá ófrávíkjanlegu stefnu að taka ekki þátt í ríkisstjórn nema ráðherrar sitji ekki jafnframt sem þingmenn.

Þetta mundi hafa ýmsar afleiðingar, til að mynda þá að launakostnaður ríkisins myndi aukast um tíu til tólf þingfararkaup, eftir því hversu fjölmenn ríkisstjórnin yrði.

Kostnaðurinn yrði að minnsta kosti eitt hundrað milljónir króna á ári.

Að vísu færi hluti þess kostnaðar til Píratanna í stjórnarmeirihlutanum, þannig að þetta fer að því leyti ágætlega saman við „bisnessmódelið“, en erfitt er að sjá aðra kosti við þessa gömlu og gölluðu hugmynd.

Það er sérkennilegt að flokkur sem ekki er vitað til að hafi stefnu í nokkru máli skuli hafa sett sér stefnu um slík skilyrði fyrir því að setjast í ríkisstjórn.

Væri ekki nær að móta og jafnvel kynna málefni flokksins? Það gæti jafnvel líka orðið til þess að forystumenn flokksins fyndu sér annað að deila um en meintan rógburð sinn og ósannindi.