Hvasst Leiðindaveður á morgun.
Hvasst Leiðindaveður á morgun.
Veðurstofan spáði því að víða yrði léttskýjað í dag. Í kvöld á að þykkna upp suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt.

Veðurstofan spáði því að víða yrði léttskýjað í dag. Í kvöld á að þykkna upp suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt.

Á morgun, sunnudag, gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, fyrst suðvestantil upp úr hádeginu með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Lengst af verður hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Annað kvöld á að lægja vestantil. Veður fer þá hlýnandi. Á mánudag er spáð stífri suðvestanátt með éljum.