Allar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra voru kallaðar út um kvöldmatarleytið í gær til leitar í Vesturárdal í Miðfirði. Um bónda af svæðinu var að ræða, sem fór frá heimili sínu á vélsleða stuttu eftir hádegi.

Allar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra voru kallaðar út um kvöldmatarleytið í gær til leitar í Vesturárdal í Miðfirði. Um bónda af svæðinu var að ræða, sem fór frá heimili sínu á vélsleða stuttu eftir hádegi.

Maðurinn fannst í gærkvöldi, en bóndi sem var á ferð á traktor fann hann. Maðurinn hafði þá velt sleða sínum ofan í læk og ekki tekist að koma honum upp úr. Maðurinn var heill á húfi þegar hann fannst, þó orðinn kaldur eftir hremmingarnar.