Píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson.
Píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson. — Morgunblaðið/Einar Falur
Fjallað er um Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara í nýjasta tölublaði tónlistartímarits BBC í Bretlandi, BBC Music Magazine .

Fjallað er um Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara í nýjasta tölublaði tónlistartímarits BBC í Bretlandi, BBC Music Magazine . Hann er viðfangsefni fasts dálks sem fjallar um rísandi stjörnur, undir yfirskriftinni „Rising Stars – Great artists of tomorrow“.

Stiklað er á stóru yfir feril Víkings og sagt að þótt ferill konsertpíanistans hafi snemma blasað við honum, þá hafi hinn 31 árs gamli píanóleikari haft fleiri hugmyndir. Hann sé þegar listrænn stjórnandi tveggja tónlistarhátíða, Vinterfest í Svíþjóð og Midsummer Music í Reykjavík, hafi gefið út þrjá geisladiska hjá eigin útgáfu og auk þess verið með sjónvarsþátt á besta tíma þar sem hinn heimskunni píanóleikari Alfred Brendel hafi verið meðal gesta. „Þegar ég var lítil leit ég á píanóið sem leikfang – og ég geri það að mörgu leyti enn,“ er haft eftir Víkingi Heiðari.