Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason
Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrsta mark ársins 2016 í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hún hófst á ný eftir vetrarfríið með leik OB og AGF í Óðinsvéum í gær. Elmar kom AGF yfir með laglegu skallamarki strax á 12.

Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrsta mark ársins 2016 í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hún hófst á ný eftir vetrarfríið með leik OB og AGF í Óðinsvéum í gær. Elmar kom AGF yfir með laglegu skallamarki strax á 12. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Danny Olsen. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli og var hann liður í 19. umferð. Elmar lék allan leikinn í liði AGF í dag og þá léku þeir Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason allan leikinn fyrir OB. sport@mbl.is