Vínardrengjakórinn Drengjakórinn er einn sá þekktasti í heimi.
Vínardrengjakórinn Drengjakórinn er einn sá þekktasti í heimi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vínardrengjakórinn heldur tónleika sem nefnast frá Mozart til Michael Jackson í Norðurljósasal Hörpu í dag og á morgun kl. 15.

Vínardrengjakórinn heldur tónleika sem nefnast frá Mozart til Michael Jackson í Norðurljósasal Hörpu í dag og á morgun kl. 15. Eins og nafnið gefur til kynna þá er efnisskrá tónleikanna mjög fjölbreytt og flytja drengirnir klassísk verk eftir Mozart sem og poppstjörnuna Michael Jackson og Lionel Ritchie og allt þar á milli. Listrænn stjórnandi er Gerald Wirth og kórstjóri er Manolo Cagnin.

Vínardrengjakórinn er einn frægasti drengjakór í heimi – og einn frægasti kórinn yfir höfuð – og kemur á ári hverju frram á yfir 300 tónleikum sem sóttir eru af meira en hálfri milljón áheyrenda. Kórinn er skipaður um 100 kórdrengjum á aldrinum 9 til 14 ára sem skipt er í fjóra kóra.

Þess má geta að einn kórdrengja, Magnús Hlynsson á íslenskan föður sem búsettur er í Vínarborg ásamt móður sinni sem kennir íslensku.

Frá árinu 1926 hefur Vínardrengjakórinn skipulagt fyrir 1000 tónleikaferðir til yfir 100 landa. Starfsemi kórsins byggir á aldagamalli hefð. Drengirnir hafa sungið í kapellu keisarans í Vín frá árinu 1296. Árið 1498 flutti Maximilian I hirð sína og kapellu til Vínar. Frá þeim tíma hafa kórdrengirnir í Vínardrengjakórnum, ásamt Vínarfílharmóníunni og Vínaróperukórnum, séð um tónlistarflutning í sunnudagsmessum í kapellu keisarans. Tónlistarmenn á borð við Mozart, Salieri og Bruckner hafa allir unnið við Vínarhirðina; tónskáldin Joseph Haydn, Michael Haydn og Franz Schubert voru sjálfir kórdrengir. Frá miðöldum hefur Vínarkapellan fylgt keisaranum á ferðalögum. Tónleikaferðir eru enn hluti af menntun kórdrengjanna.

Utan kapellu keisarans í Vín má njóta söngs Vínardrengjana í tónleikasal þeirra í Muth. Tvær nýlegar heimildamyndir eftir Curt Faudon gefa innsýn í list drengjanna: Lög um Mary (2013) er ævisaga Maríu í 21 mótettum og lögum og Að byggja brú – styrkurinn í söng kom út á DVD árið 2014.