Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur gefið Afríkusambandinu 300 kýr í von um að gera því kleift að vera óháð stuðningi ríkja utan Afríku. Forsetinn afhenti gjöfina formlega á fundi með Erastus Mwencha, varaformanni Afríkusambandsins.

Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur gefið Afríkusambandinu 300 kýr í von um að gera því kleift að vera óháð stuðningi ríkja utan Afríku. Forsetinn afhenti gjöfina formlega á fundi með Erastus Mwencha, varaformanni Afríkusambandsins. Kýrnar eru þó enn geymdar í litlum bæ norðan við höfuðborgina Harare. Formaður utanríkisnefndar þingsins í Simbabve sagði að Mugabe hefði lofað gjöfinni í fyrra þegar hann gegndi formennsku í Afríkusambandinu.

Mugabe er 92 ára og hefur verið einráður í landi sínu í 36 ár.