• Birgir Björnsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það tók í fyrsta sinn þátt í HM í Austur-Þýskalandi árið 1958. • Birgir fæddist 1935, keppti alla tíð með FH og lék 500 leiki fyrir meistaraflokk á 20 árum.

Birgir Björnsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það tók í fyrsta sinn þátt í HM í Austur-Þýskalandi árið 1958.

• Birgir fæddist 1935, keppti alla tíð með FH og lék 500 leiki fyrir meistaraflokk á 20 árum. Hann tók þátt í 29 landsleikjum. Birgir var þrisvar landsliðsþjálfari í handbolta og sat um árabil í landsliðsnefnd. Einnig þjálfaði Birgir hjá FH, KA og Þór Akureyri. Birgir fékk fékk margar viðurkenningar, m.a. var hann heiðursfélagi í FH, hlaut gullmerki HSÍ, Keilis, ÍBH, KA og heiðurskross ÍSÍ. Birgir lést 2011.