Ráfandi skrúðganga nefnist sýning svissnesku listakonunnar Noemi Niederhauser sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri, Vestursal, í dag kl. 15.
Ráfandi skrúðganga nefnist sýning svissnesku listakonunnar Noemi Niederhauser sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri, Vestursal, í dag kl. 15. Samkvæmt upplýsingum frá safninu er sýningin sviðsetning á látbragði, hreyfingum og gjörðum þar sem merking og áhersla er sífellt fjarlægð. Sýningin stendur til 13. mars og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.