Tónar Söngvari hljómsveitarinnar, Matthew Bellamy, á tónleikum í Laugardalshöll.
Tónar Söngvari hljómsveitarinnar, Matthew Bellamy, á tónleikum í Laugardalshöll. — Morgunblaðið/Árni Torfason
Breska rokkhljómsveitin Muse hefur boðað komu sína til landsins og mun halda tónleika í Laugardalshöll 6. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin kom síðast til landsins í desember árið 2003 og kom þá einnig fram í Laugardalshöll.

Breska rokkhljómsveitin Muse hefur boðað komu sína til landsins og mun halda tónleika í Laugardalshöll 6. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin kom síðast til landsins í desember árið 2003 og kom þá einnig fram í Laugardalshöll. Góður rómur var þá gerður að tónleikum sveitarinnar.

Á þessum 12 árum sem liðin eru frá síðustu tónleikum Muse hér á landi hefur sveitin gefið út sex hljómplötur og hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan.

Hljómsveitin er skipuð þeim Matthew Bellamy sem er söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Christopher Wolstenholme spilar á bassa og Dominic Howard leikur á trommur og slagverk.

Drones er nýjasta plata sveitarinnar, sem kom út sumarið 2015. Það er konsept-plata sem gerir dróna eða ómönnuð loftför í hernaði að umfjöllunarefni sínu.

Miðasala hefst 8. mars en tilkynnt verður nánar um fyrirkomulag miðasölunnar 1. mars. Þess má geta að á síðustu tónleika sveitarinnar hér á landi seldist upp á mettíma.

Tónleikarnir eru haldnir af Hr. Örlygi í samstarfi við Coca-Cola.