— Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrun er að komast í fullan gang í laxasláturhúsi Arnarlax hf. á Bíldudal. Sláturhúsið er það fyrsta hérlendis sem byggt er upp að norskri fyrirmynd þar sem laxinn er fluttur lifandi úr sjókvíum í land.

Slátrun er að komast í fullan gang í laxasláturhúsi Arnarlax hf. á Bíldudal. Sláturhúsið er það fyrsta hérlendis sem byggt er upp að norskri fyrirmynd þar sem laxinn er fluttur lifandi úr sjókvíum í land. Auk þess er notaður búnaður til að kæla laxinn strax niður, með aðferðum svonefndrar ofurkælingar. Laxinum er dælt úr sjókvínni í tanka brunnbáts. Mikill atgangur er þegar þrengt er að fiskinum svo hann rati í rörið, eins og sést á myndinni. Laxinn er geymdur yfir nótt í bátnum og slátrað morguninn eftir. Afurðirnar fara samdægurs með flutningabíl áleiðis á markaði. 18