29. mars 2016 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd

Vel klippt tilþrif körfuboltafólks

Ljósvakinn

Frasakóngur Kristinn Friðriks er hnyttinn og hittinn.
Frasakóngur Kristinn Friðriks er hnyttinn og hittinn. — Sverrir Vilhelmsson
Á dögunum horfði ég á þáttinn Körfuboltakvöld á Stöð2 Sport. Var þá um að ræða eins konar uppgjörsþátt þar sem deildakeppnin var gerð upp áður en úrslitakeppnin hófst. Ég var hrifinn af vinnubrögðunum í kringum þennan þátt.
Á dögunum horfði ég á þáttinn Körfuboltakvöld á Stöð2 Sport. Var þá um að ræða eins konar uppgjörsþátt þar sem deildakeppnin var gerð upp áður en úrslitakeppnin hófst. Ég var hrifinn af vinnubrögðunum í kringum þennan þátt. Metnaðurinn leyndi sér ekki og mikil vinna hefur legið að baki dagskrárgerðinni. Sérstaklega hlýtur vinnan við að klippa þáttinn hafa tekið óratíma því sýndar voru fjölmargar syrpur af tilþrifum og atvikum af ýmsu tagi.

Þáttur sem þessi verður auðvitað ekki góður nema íþróttamennirnir styðji við hann með fallegum tiþrifum. Þegar teknar voru saman syrpur með helstu tilþrifum vetrarins þá kom það mér eiginlega á óvart hversu mikið var í þær varið. Og fylgist ég þó nokkuð vel með deildinni. Syrpan með bestu tilþrifum vetrarins bauð upp á „alley-opp“ troðslur og „buzzer“ körfur frá eigin vallarhelmingi. Gæðin í körfuboltanum eru býsna mikil og þar hjálpa auðvitað erlendir leikmenn til við að gleðja augað.

Körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins síðustu árin, Kristinn Friðriksson, stendur sig vel í þættinum þótt hann hafi ekki minnst á Moggann síðan í fyrsta þætti.

Kristján Jónsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.