Sveitarstjórn Skaftárhrepps fjallar í dag um endurtekna aðvörun Orkustofnunar (OS) um að vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar verði stöðvaðar. OS framlengdi frest til að stöðva vatnaveitingarnar til 1. júní nk.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fjallar í dag um endurtekna aðvörun Orkustofnunar (OS) um að vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar verði stöðvaðar. OS framlengdi frest til að stöðva vatnaveitingarnar til 1. júní nk. Einnig á að ræða umsókn aðila, sem ekki er hægt að nafngreina að svo stöddu, um framkvæmdaleyfi vegna vatnaveitinga út á Eldhraun við Árkvíslar vegna atvinnustarfsemi.

Sami aðili hefur sótt um leyfi til vatnaveitinga til Orkustofnunar. OS hefur heimilað fyrrgreindum aðila að moka upp úr skurði til að auka rennslið að vatnaveitingum við Árkvíslar til 1. júní. 17