Sagnaritarinn Stytta af Snorra Sturlusyni við Héraðsskólann í Reykholti.
Sagnaritarinn Stytta af Snorra Sturlusyni við Héraðsskólann í Reykholti. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Málstofa um höfundarverk Snorra Sturlusonar og viðtökur verka hans (Snorri Sturluson‘s Authorship and Afterlife) verður haldin á vegum Snorrastofu og samstarfsaðila við Háskóla Íslands kl.

Málstofa um höfundarverk Snorra Sturlusonar og viðtökur verka hans (Snorri Sturluson‘s Authorship and Afterlife) verður haldin á vegum Snorrastofu og samstarfsaðila við Háskóla Íslands kl. 10 - 16 í hátíðarsal gamla héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði annan dag hvítasunnu, mánudaginn 16. maí.

Björn Bjarnason, stjórnarformaður Snorrastofu, setur ráðstefnuna, en erindi flytja sex íslenskir fræðimenn frá Snorrastofu, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, sem og tveir erlendir fræðimenn, annars vegar frá Notre Dame-háskólanum og hins vegar Ríkisháskólanum í Groningen.

Málstofan er öllum opin og er allt áhugafólk um Snorra velkomið, en til hagræðis er fólki bent á að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið bergur@snorrastofa.is.