Matthías Orri Sigurðarson
Matthías Orri Sigurðarson
Körfuknattleiksmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍR. Hann hefur síðasta árið verið við nám í Bandaríkjunum. Matthías Orri vakti mikla athygli sem leikstjórnandi þegar hann lék hér á landi síðast.

Körfuknattleiksmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍR. Hann hefur síðasta árið verið við nám í Bandaríkjunum.

Matthías Orri vakti mikla athygli sem leikstjórnandi þegar hann lék hér á landi síðast. Koma hans styrkir ÍR-liðið verulega en auk þess tryggðu ÍR-ingar sér krafta Stefáns Karels Torfasonar á dögunum. Kappinn sá lék síðast með Snæfelli.

ÍR-ingar ætla sér að komast hið minnsta í úrslitakeppni Dominos-deildar á næsta ári en í henni hafa ÍR-ingar ekki tekið þátt síðustu árin. iben@mbl.is