Bob Dylan
Bob Dylan
Söngvaskáldið Bob Dylan verður 75 ára síðar í mánuðinum og af því tilefni verður efnt til heiðurstónleika í Lindakirkju í Kópavogi á annan í hvítasunnu kl. 20.

Söngvaskáldið Bob Dylan verður 75 ára síðar í mánuðinum og af því tilefni verður efnt til heiðurstónleika í Lindakirkju í Kópavogi á annan í hvítasunnu kl. 20. Flytjendur á tónleikunum eru Júníus Meyvant, Brynhildur Oddsdóttir, KK, Gunnar Þórðarson, Páll Rósinkranz og Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Kór Lindakirkju kemur einnig mikið við sögu en sá kór hefur meðal annars getið sér gott orð fyrir söng í tónleikauppfærslunni á Jesus Christ Superstar í Hörpu og sterka innkomu með Glowie á Íslensku tónlistarverðlaununum. Stjórnandi Kórs Lindakirkju og tónlistarstjóri tónleikanna er Óskar Einarsson og hljómsveitina sem leikur á þeim skipa Gunnar Þórðarson og Brynhildur Oddsdóttir á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Vigfús Óttarsson á trommur og Óskar Einarsson á flygil og hljómborð.

Flutt verða lög Dylans frá ýmsum tímum, sígild lög í bland við minna þekkt.