Lögreglan í Bosníu segist hafa handtekið fimm meinta smyglara og lagt hald á vopn sem áttu að fara til Svíþjóðar, m.a. flugskeytavörpur.
Lögreglan í Bosníu segist hafa handtekið fimm meinta smyglara og lagt hald á vopn sem áttu að fara til Svíþjóðar, m.a. flugskeytavörpur. Aðgerðirnar fóru fram í samstarfi við sænsku lögregluna en yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta að vopnin hafi verið ætluð hópi íslamista. Talsmaður lögreglunnar segir að lagt hafi verið hald á mikið magn vopna, skotfæra og herbúnaðar. Auk mannanna fimm í Bosníu var einn handtekinn í Svíþjóð. Tveir aðrir eru sagðir ganga lausir.