Gott á grillið Á Kótelettu-hátíðinni er höfuðáhersla á kjöt og allt sem því fylgir að grilla góðan íslenskan mat.
Gott á grillið Á Kótelettu-hátíðinni er höfuðáhersla á kjöt og allt sem því fylgir að grilla góðan íslenskan mat. — Morgunblaðið/Kristinn
Skráning er hafin í keppnina Götugrillmeistarinn 2016, sem haldin verður í þriðja sinn á hinni árlegu Kótelettu-hátíð „BBQ Festival“ á Selfossi dagana 10. - 12. júní.

Skráning er hafin í keppnina Götugrillmeistarinn 2016, sem haldin verður í þriðja sinn á hinni árlegu Kótelettu-hátíð „BBQ Festival“ á Selfossi dagana 10. - 12. júní. Keppt verður í tveimur riðlum, áhugamenn etja kappi í öðrum en atvinnumenn í hinum. Fyrirkomulagið er einfalt; keppendur grilla íslenskan mat á sjóðheitum kolagrillum í 30 mínútur og eru þeir hvattir til að leggja áherslu á einfaldleika, bragð og almennan léttleika.

Skráning er hafin á heimasíðunni www.kotelettan.is, og hægt að senda inn ábendingar á netfangið:

grillmeistarinn@kotelettan.is