Í Cannes Jodie Foster frumsýnir nýjustu kvikmynd sína í Cannes.
Í Cannes Jodie Foster frumsýnir nýjustu kvikmynd sína í Cannes.
Kvikmyndaleikkonan og -leikstjórinn Jodie Foster sækir kvikmyndahátíðina í Cannes sem hófst í vikunni og frumsýnir á henni nýjustu kvikmynd sína, Money Monster .

Kvikmyndaleikkonan og -leikstjórinn Jodie Foster sækir kvikmyndahátíðina í Cannes sem hófst í vikunni og frumsýnir á henni nýjustu kvikmynd sína, Money Monster . Foster tók í fyrradag þátt í umræðum á hátíðinni sem báru yfirskriftina „Women in Motion“ og ætlað var að vekja athygli á stöðu kvenna í kvikmyndabransanum og framlagi þeirra til kvikmynda. Var m.a. rætt um nýja skýrslu miðstöðvar háskóla í San Diego sem kannar þátttöku kvenna í gerð sjónvarpsefnis og kvikmynda en í henni kemur fram að konur leikstýrðu aðeins 7% þeirra 250 kvikmynda sem nutu mestrar aðsóknar í Bandaríkjunum árið 2014.

Foster sagðist hafa beðið umræðunnar um það hvers vegna svo fáar konur væru við stjórn í kvikmyndagerð í 40 ár. Í upphafi ferils hennar hafi engar konur verið við kvikmyndatökur að undanskildum leikkonum og förðunardömum. Það hafi sem betur fer breyst en stjórnendur stóru kvikmyndaveranna væru þó enn hræddir við að ráða konur sem leikstjóra, teldu það af einhverjum ástæðum áhættu á tímum ofurhetju- og framhaldsmynda „Góðu fréttirnar eru þær að smekkur áhorfenda er að breytast því þeir eru orðnir leiðir á því að fá sama morgunkornið á hverjum degi. Ég hlakka til framtíðarinnar,“ sagði Foster.