Rokksveitin Fufanu heldur tónleika á Kex hosteli á morgun kl. 21 og verða það fyrstu tónleikar hennar á Íslandi frá því hún gaf út plötuna Few More Days To Go.

Rokksveitin Fufanu heldur tónleika á Kex hosteli á morgun kl. 21 og verða það fyrstu tónleikar hennar á Íslandi frá því hún gaf út plötuna Few More Days To Go.

Hljómsveitin hefur verið önnum kafin við tónleikahald erlendis og hefur ekki gefist tími til að leika á Íslandi frá því platan kom út í nóvember í fyrra. Platan hefur hlotið jákvæðar viðtökur erlendis hjá tónlistargagnrýnendum og komst m.a. á lista yfir bestu plötur ársins hjá The Line of Best Fit, NME og Guardian. Hljómsveitin a & e sounds sér um upphitun á tónleikunum annað kvöld.