Vinsæll Jeff Kinney.
Vinsæll Jeff Kinney.
Bandaríski barnabókahöfundurinn og skopmyndateiknarinn Jeff Kinney hitti áhugasama lesendur bóka sinna í Seljaskóla á fimmtudag. Kinney er höfundur bókanna vinsælu Dagbækur Kidda klaufa en sjö þeirra hafa þegar komið út á íslensku.

Bandaríski barnabókahöfundurinn og skopmyndateiknarinn Jeff Kinney hitti áhugasama lesendur bóka sinna í Seljaskóla á fimmtudag. Kinney er höfundur bókanna vinsælu Dagbækur Kidda klaufa en sjö þeirra hafa þegar komið út á íslensku. Bækurnar hafa selst í tugmilljónum eintaka út um heimsbyggðina og er Kinney einn vinsælasti og söluhæsti barnabókahöfundur samtímans.

Kinney sagði nemendunum frá verkum sínum og starfi og að því loknu vildu margir þeirra fá áritun höfundarins kunna.

Í samtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag segir Kinney frá því að hann sé í raun staddur fyrir tilviljun við vinnu hér á landi; hann fór að heiman í viku til að einbeita sér að því að skrifa brandara fyrir elleftu bókina um Kidda klaufa en skyndihugdetta á leiðinni á flugvöllinn í Boston olli því að hann flaug til Íslands í stað Flórída til að vinna.