Kosningar Kosið verður um forseta 25. júní. 10 verða þar í kjöri.
Kosningar Kosið verður um forseta 25. júní. 10 verða þar í kjöri. — Morgunblaðið/Eyþór
Alls skiluðu níu frambjóðendur til forsetakjörs gögnum til yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður en skilafrestur rann út í gær. Þau níu sem skiluðu gögnum voru Guðni Th.

Alls skiluðu níu frambjóðendur til forsetakjörs gögnum til yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður en skilafrestur rann út í gær. Þau níu sem skiluðu gögnum voru Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Sturla Jónsson, Ástþór Magnússon, Hildur Þórðardóttir og Guðrún Margrét Pálsdóttir. Sá tíundi, Magnús Ingberg Jónsson, skilaði sínum gögnum á Selfossi. Yfirkjörstjórnirnar munu á næstu dögum fara yfir listana og bera saman við þjóðskrá, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki snemma í næstu viku.

Lágmarksfjöldi meðmælenda í Sunnlendingafjórðungi er 1.215 manns, í Vestfirðingafjórðungi er lágmarkið 62, í Norðlendingafjórðungi er lágmarkið 163 og í Austfirðingafjórðungi er lágmarkið 60 manns.